Ok hæ
Hér koma smá facts
Landið
-Það eru hundar alls staðar, dauðir eða lifandi
-Í Ecuador hafa gangandi vegfarendur engin réttindi
-Allur klósettpappír fer í ruslið ekki klóið
-Það notar engin bílbelti, flestir snúa ekki rétt eða hanga út úr bílunum
-Í sundi eru ALLIR með sundhettu
-Hér eru svín, naut, hestar og llamadýr laus á vappinu í sveitinni, það er snilld!
-Börnum innan við eins árs er gefið nammi
-Öll börn eru sæt
-Allt sjónvarpsefni er talsætt
-Latibær er reglulega í sjónvarpinu
-Það er fótboltalið í Quito sem heitir Barcelona og er með sama fána og Barcelona á Spáni en tengist því annars ekki neitt
-Stór bjór kostar sirka 115 krónur og ég má kaupa hann
-Strætókerfið hér er fucked, fólk hangandi út, það kostar 20 krónur á veturnar og þeir koma ekki á ákveðnum tímum
-Það er jafn mikið bípað hérna á einum dgei eins og á einu ári á Íslandi og það eiga allir réttinn
-DVD myndir kosta 200 kall og 500 kall í bíó
-Það er aldrei spiluð önnur tónlist en á spænsku
-Basic veður hérna er; kaldur morgunn, sjúklega heitur morgunn/hádegi, rigning um eftirmiðdaginn og skítkalt á kvöldin og nóttunni
-Quito er fallegasta borg sem ég hef komið til
Fjölskyldan
-Það getur enginn sagt nafnið mitt rétt svo hér er ég annaðhvort Syndroom eða Gýda
-Fjölskyldan er huge og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig allir eru skyldir
-Þau eru klikkað trúuð og fara alltaf með borðbæn
-Áðan fékk ég í fyrsta skipti alvöru kvöldmat síðan ég kom því einn bróðirinn, Cristian var fullur og ákvað að koma á óvart með pizzu
-Ég á fjóra bræður (Javier, Roberto, Cristian og Jonathan) og eina systur (Veronica Pamela)
-Fjölskyldan er frekar fátæk og ég borða brauð eins og er í skinkuhornunum í mh á hverjum morgni og hverju kvöldi, þó án skinku og osts og alls annars áleggs
-Ég hef ekki enn fengið kjöt á heimilinu fyrir utan smá kjúkling
-Það er ekkert heitt vatn og engir gluggar á heimilinu
-Ég vakna alltaf í kringum sjö leitið
-Pabbinn, Luis hefur svakalegan áhuga á peningum
-Mamman, Rosa Maria er mjög nice við mig ásamt öllum öðrum hér reyndar
-Ég er með sér herbergi
-Systkyni mín fara reglulega í klappleiki og jonathan og vinir hans kalla hvorn annan eitthvað sem er voða fyndið hér eins og Justin Bieber
Annað
-Ég fýla í botn að sitja upp á þaki í hitanum og lesa bók ásamt vinum mínum púðluhundunum
-Það er mjög mikið glápt á mig
-Það sem ég er mest spurð að hérna er líklega, hvernig ég hef það, hvort ég sé þreytt, hvort ég sé kaþólsk, hvort ég eigi kærasta og hvort ég sé írsk eða íslensk
-Skólinn byrjar ekki fyrr en 5. sept
-Ég verð móð af því að labba upp pínulitla brekku
-99% stráka hér klára úr geldollunni sinni á morgnana
-Það eru allir í ljótum fötum, eða svona næstum
-Fólk er mjög hissa á að börn séu ekki lamin á Íslandi
-Það er McDonalds hérna, veii (Og KFC útum allt Hildur)
-Það er mjööög sjaldgæft að rekast á einhvern sem talar ensku
Anyways...
...ferðalagið til Ecuador mjög vel bara. Við flugum Keflavík-New York-Miami-Quito. Í NY gistum við eina nótt í mjög svo vafasömu hverfi. Það var undantekning ef fólk var ekki blámenn en þetta var snilld. Við fórum á BurgerKing og lentum alltof oft næstum fyrir bíl. Við fengum sjúklega vondan mat með american cheese. Í NY var starfsfólkið á flugvellinum fáránlega dónalegt og maturinn mjööög dýr. Í Miami fundum við Starbuckes, það var gaman. Þar gat enginn sagt nafnið mitt frekar en hér í Quito því starfsfólkið héllt ég héti Cinnamon, fráb. Við héldum ferðinni áfram og komum á endanum heilu og höldnu út úr gæslunni í Quito. Þar tóku á móti okkur, tveir sjálfboðaliðar með faðmlagi. Við vorum þreytt og spennt og svöng. Keyrðum í sirka klukkutíma og komumst á endanum í rival campið, fengum engan mat en samt skála, við stelpurnar vorum saman en Arnar einn.
Campið leið frekar hratt bara, við kynntumst krökkum frá öðrum löndum, gerðum klikkaða landakynningu, fengum fyrirlestra og upplýsingar, borðuðum alvöru mat og bjuggum í skítugu kofunum okkar. Annars var þetta bara mjög fínt og allir glaðir held ég. Á sunnudeginum kvöddum við, ég, Jana og Arnar Stefaníu og Margréti og héldum í rútu til Quito á AFS skrifstofuna þar sem fjölskyldurnar biðu. Það var mjög erfitt að kveðja krakkana og þarna fyrst held ég að ég hafi gert mér grein fyrir hvað ég var í rauninni að fara út í.
Fjölskyldan mín er sem áður segir frekar illa stæð en þau eru mjög góð við mig þó mér leiðist mikið oft . Bráðum byrjar samt skólinn og þá breytist þetta! Á mánudaginn hitti ég loksins trúnaðarmanninn minn og þá pöntum við líka skólabúninginn.
Það er ekki mikið meira frá að segja. Ég hef hingað til farið í eitt huge moll, í sund og upp í sveit til að hitta mömmu Rosu (Gamalt fólk hér er jafn sætt og börnin) og fleiri úr fjölskyldunni hennar. Annars hef ég ekki mikið gert enþá
Þetta er orðið alveg nógu langt, ég skal reyna að vera duglegri að setja inn blogg og afsakið myndaleysi en ég hef ekki enn fundið forrit í tölvunni minni til að setja myndirnar inn. Þegar það gerist set þær inn bæði hér og á facebook! c:
Buenos noches
-Syndroom