Ecuador er voða skemmtilegt land og alltaf heyri ég eitthvað nýtt sem kemur mér á óvart. Um daginn átti ég samræður við fósturföður minn um samkynhneigð. Það er ótrúlegt hvað fólk er tröngsýnt hér í sambandi við þetta. Biblían segir eitthvað og þá er það bara algilt og ekki hægt að taka mark á öðru. Hann sagði mér að ef barnið hans kæmi útúr skápnum myndi hann snúa því, gera það gagnkynhneigt. Þetta er ótrúlegt. Ég sagði honum stollt að forsætisráðherra Íslands væri kona og samkynhneigð í þokkabót. Hann gat þá lítið sagt. Hann sagði mér einnig að samkynhneigð væri lærð hegðun en ekki í genunum og til stuðnings þessu sem dæmi að allar dökkar ecuadorískar konur væru hórur...
Ég trúi ekki að það sé kominn annar desember. Eftir rúmar tvær vikur verð ég búin að lifa í Ecuador í fjóra mánuði, það er slatti. Nú fara jólin að nálgast, sá tími sem ég hef kviðið allmest fyrir heimþrárlega séð. Jólatré eru komin í hvert hús, blikkandi og syngjandi ,,Santaclaus is coming to town" í tagt. Flest voru þó komin upp í kringum tuttugasta nóvember og allt annað jólaskraut með. Öll eru þau úr plasti þar sem er bannað að höggva niður venjuleg tré til jólatrésnotkunar. Jólalög eru af mjög skornum skammti hér. Bandarísk jólalög hljóma þá helst, en enginn skilur hvað sagt er. Ég sendi jólapakkana heim um daginn, ó hvað það var mikill léttir.
Nú er svokölluð hátíð Quito en þann 6. des 1534 var borgin gerð að höfuðborg Ecuador ef mér skilst rétt. Þetta er samt snilld því ég fékk frí í gær, í dag, á mánu- og þriðjudag á meðan allir heima eru á kafi í snjó og prófum, ágætt. Fínt að fá frí frá því að vakna klukkan hálf sex á morgnana, fá bara að sofa í staðinn, niz.
Í byrjun nóvember fékk ég líka frí í skólanum, þá var einhverskonar dagur hinna dauðu, við fengum einhvern ógeðslegan drykk og brauð sem var mótað eins og piparkökukarl.
Það er svolítið erfitt að ætla að fara að lýsa hverju ég hef afrekað seinasta mánuðinn en kannski má nefna að ég hef farið á tvo fótboltaleiki með Liga, einu af liðum Quito. Það er ótrúlegt að fara á þessa leiki. Fólk er brjálað, öskrandi allan tímann. Svo eru blys, flugeldar, pappírsmiðum og borðum er hent yfir áhorfendur og völlinn og trommur glymja í tagt við liðssöngva. Þetta hefur allavega aukið fótboltaáhuga minn stórlega. Svo er Liga í tuttugasta sæti yfir bestu lið í heimi ef mér skilst rétt. Ég er líka búin að fara swagalega oft í bíó. Held ég sé búin að sjá meirihlutann af myndunum sem eru í bíó ahora.
Jólin verða undarleg. Ég er komin í smá jólafíling svona en það er ekki eins og ég hlakki til jólanna. Ég hef ekkert til að hlakka til þannig. Aðfangadagur verður stórfurðulegur og ekki nærri eins hátíðlegur og heima. Fjölskyldan dansandi salsa fram á rauða nótt, ekki verða það allavega hvít jól þetta árið hjá mér. Sumarveður í ár, unaðslegt en samt ekki.
Ég týndi símanum mínum um seinustu helgi, mátti svosem alveg búast við að þetta myndi einhverntíman gerast hérna...heh
Ég ætla að láta örfáar myndir klára þetta blogg þar sem ég nenni ekki að skrifa meir. Chau, aðventukveðjur heim.
![]() |
Fótboltaleikur |
![]() |
namm, namm |
![]() |
Lindo Quito de mi vida |
Eitt svona latin drama lag í lokin
Adios Amigos!
Adios Amigos!