Thursday, July 21, 2011

Fyrsta færsla

¡Hola mis queridos amigos!

Ég heiti Sigrún Gyða og er á leiðinni til Ecuador í 10 mánaða skiptinemadvöl.

Ég hef ekki enn fengið fjölskyldu en fékk samt flugplanið fyrir alveg meira en mánuði þannig þetta er orðið mjög spennandi enda bara 28 dagar í brottför :)) Ég mun leggja af stað frá Keflavík með hinum fjórum skiptinemunum klukkan fimm þann 18. ágúst. Þaðan fljúgum við til New York og gistum við þar eina nótt. Morgunin eftir er flogið til Miami og eftir fjögra tíma bið á flugvellinum fljúgum við loks til Quito sem er höfuðborg Ecuador.

Mig langar til að halda uppi líflegu bloggi sem er ekki langdregið og eintómar upptalningar en ég veit að ég mun ekki vera mjög dugleg að blogga. Ég lofa samt að reyna að standa mig :) Ég er soldið hrædd um að fá algjört menningarsjokk en það mun öruglega standa stutt yfir og allt mun venjast fljótt. Ég veit að þessir þrír spænskuáfangar sem ég er búin að taka hafa borgað sig og þeir munu gera mér miklu auðveldara með að ná taki á tungumálinu svona fyrst sem er frábær
tilhugsun.

Ég valdi Ecuador ekki af neinni fastri ákveðinni ástæðu en mér finnst það bara voða kúl og ótrúlega framandi.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en þegar ég fæ fjölskyldu skrifa ég kannski eitthvað smá hérna um landið ásamt upplýsingum um fjölskylduna sem ég mun dvelja hjá og staðsetningu mína í landinu. Btw þá er landið fullt af fjöllum og liggur við strönd svo ég gæti lennt í raun hvar sem er í landinu sem hefur mjög fjölbreytilegt loftslag eftir staðsetningu. Mér finnst samt allt jafn spennandi hvar sem ég mun lenda :)

En nú fer ég að sofa, buenas noches

Sigrún Gyða

No comments:

Post a Comment