Sunday, March 25, 2012

barablogg

Það var carnaval í febrúar með tilheyrandi
froðu og vatnssprautun. Ég fór til Montanita
og hitti Stefaníu :)


Nú sit ég heima á sunnudagskvöldi og ákvað að blogga. Ástæðan fyrir því að ég blogga svona sjaldan er afskaplega einföld. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég gæti skrifað um daginn og veginn, um lífið og tilveruna eða talið upp allt sem ég geri hérna frá degi til dags en njaaa.

Núna er ég búin að vera í Ecuador í sjö mánuði. Sjö, meira að segja örlítið lengur en sjö. Um daginn las ég dagbókarfærslu sem ég skrifaði eftir að hafa verið hér í þrjár vikur. Mér fannst það þá mikið. Ég hafði aldrei áður verið svona lengi samfleytt í útlöndum. Núna finnst mér sjö mánuðir ekki mjög langur tími. Ég meina, hvað er tími yfir höfuð. Ég trúi ekki hvað það er stutt eftir og mér finnst það leiðinlegt þó að ég hlakki auðvitað líka til að koma heim.

Ég er búin að breytast og þroskast mikið á þessum tíma. Líklega vegna þess að hér hef ég tíma til að hugsa. Hugsa um mig sjálfa og lífið. Djúpt ég veit, en svona er þetta. Mér var sagt áður en ég kom hingað að ég myndi þroskast á skiptinemaárinu en hef ekkert fundið neitt sérstaklega fyrir því fyrr en núna á seinustu mánuðum. Ég er einhvernvegin miklu fullorðnari en áður en ég kom. Miklu opnari en þó rólegri. Êg veit meira hvað ég vil. Mér var líka sagt áður en ég kom hingað að skiptinemadvölin væri eins og rússíbani. Það er líka satt. Stundum er maður uppi í gleðinni og stundum niðri, mis lengi en rífur sig þó upp á nýju á endanum.

Núna þekki ég Ecuador betur, spænskan mín er betri og ég þekki á fólkið. Mér líður vel og fjölskyldan mín er mér góð. Að koma heim til Íslands verður stórskrítið og ég á pottþétt eftir að fá menningarsjokk. Enginn sem kallar eða blístrar eftir mér úti á götu, klósettpappírinn fer ekki í ruslið, ofninn notaður til að elda mat, endalaust rok og aldrei hættulegt. Ég verð ekki eina ljóshærða manneskjan í strætó sem allir stara á haha.

Um daginn var ég rænd í strætó. Ekkert svakalega, bara farið ofan í töskuna mína án þess að ég tæki eftir því og stolið veskinu mínu. Ég get ekki sagt að núna sé ég hrædd en það var samt leiðinlegt því skírteinið sem sýnir að ég sé ekki ólögleg í landinu var í því og það var sjúkt mikið vesen að fá nýtt. Êg fékk meira að segja ekki nýtt því útlendingaeftirlitið á ekki skýrteini, hefur ekki átt síðan í desember og mun ekki fá nýtt fyrr en í maí. Týpískt ecuadorískt. Allir svo kærulausir.

Jólin voru fyrir þremur mánuðum. Mér finnst eins og þau hafi verið í gær. Jólin mín voru bara aðfangadagskvöld sem var mjög skrítið og alls ekki eins og heima. Um daginn fór ég á einhverja skrítna biblíuleiksýningu í kirkju með vinum mínum og svo um kvöldið borðuðum við fjölskyldan kalkún, hrísgrjón, kartöflur og salat. Tókum upp pakka, borðuðum súkkulaðiköku í eftirmat og reyktum vatnspípu áður en allir fóru að sofa. Fólkið var ekki einu sinni í sparifötum. Jólatréð á heimilinu var auðvitað úr plasti, var sett upp einum og hálfum mánuði fyrir jól og tekið niður mánuði eftir jól. Ekki nóg með að seríurnar blikkuðu stanslaust heldur söng það líka, falst. Áramótin voru líka fín. Ekki mikið um flugelda en litlir bálkestir úti um allt þar sem voru brendar pappírsdúkkur.

Í sjö tíma rútuferðinni á leiðinni í miðcampið
Janúar var rólegur en leið hjá eins og einn dagur og ég fór á miðcamp í pínupínulitlum bæ frekar langt í burtu. Febrúar sömuleiðis en í lok hans fór ég í svokallaða skiptiviku til bæjar sem heitir Latacunga og er í um það bil eins og hálfs tíma fjarlægð frá Quito. Eftir dvölina þar er ég afskaplega ánægð með að búa í Quito þar sem hægt er að finna allt og allt er opið og með að búa hjá fjölskyldunni minni hérna. Ég fékk ekki einu sinni fjölskyldu í Latacunga heldur bjuggum við hjá sjálfboðaliðanum á svæðinu sem bjó ein og var ekki mjög fagmanleg greyið, meira bara leiðinleg. Við fórum samt til Quilotoa sem er svona gýgur sem er afskaplega fallegur og svo fórum við líka til Atacames sem er á ströndinni og þar var mega stuð.

Allur hópurinn sem var í Atacames
Núna er mars og meira að segja næstum apríl. Mig langar að gera eitthvað í páskafríinu. Fara einhvert en við sjáum hvernig það fer. Það væri allavega mega gaman. Êg fæ páskaegg send frá Íslandi. ommnommnomm. Ecuadorískt súkkulaði er verra á bragðið en ég hefði haldið og ég borða það aldrei.

Það er ekkert mega spennandi á döfinni. Ég þarf að skrifa ritgerð fyrir sögufjarnámsáfangann sem ég er í og jú svo er ég reyndar að fara til Galapagos 13. apríl. Það verður stuð. Êg þarf að halda áfram að mæta í leiðinlega skólann minn, ömurlegt haha en það hjálpar mér að læra meiri spænsku (y).

Þetta er ágætt í bili. Það er þrumuveður og hellirigning. Það er oft rigning hérna á kvöldin. Ég trúi ekki að ég hafi skrifað þetta blogg.

Semsagt, allt er gott að frétta. Ég er búin að læra svo óskaplega margt og ég er staðráðin í að fara að ferðast strax eftir að ég klára MH.

Snilld, snilld, snilld og eitt lítið ljóð ekki tengt neinu í lokin

-Sigrún


Lítill bær
Afskektur, einmana, óttasleginn
Grúfir sig saman við sjávarsíðuna
Geyflar sig framan í gráma eftirmiðdagsins
og grætur vonarhlátur morgunsins

3 comments:

  1. Elsku sæta, gaman að lesa frá þér!!!
    Hlakka svo mikið til að sjá þig þegar þú kemur heim :-) njóttu tímans sem þú hefur þarna úti í viðbót!!!
    knus og kossar

    ReplyDelete
  2. Svo gaman að lesa!! Mátt alveg splæsa í amk eitt blogg í viðbót áður en þú kemur heim haha, njóttu þín vel og fallega elsku Syndroom

    ReplyDelete