Sunday, March 25, 2012

barablogg

Það var carnaval í febrúar með tilheyrandi
froðu og vatnssprautun. Ég fór til Montanita
og hitti Stefaníu :)


Nú sit ég heima á sunnudagskvöldi og ákvað að blogga. Ástæðan fyrir því að ég blogga svona sjaldan er afskaplega einföld. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég gæti skrifað um daginn og veginn, um lífið og tilveruna eða talið upp allt sem ég geri hérna frá degi til dags en njaaa.

Núna er ég búin að vera í Ecuador í sjö mánuði. Sjö, meira að segja örlítið lengur en sjö. Um daginn las ég dagbókarfærslu sem ég skrifaði eftir að hafa verið hér í þrjár vikur. Mér fannst það þá mikið. Ég hafði aldrei áður verið svona lengi samfleytt í útlöndum. Núna finnst mér sjö mánuðir ekki mjög langur tími. Ég meina, hvað er tími yfir höfuð. Ég trúi ekki hvað það er stutt eftir og mér finnst það leiðinlegt þó að ég hlakki auðvitað líka til að koma heim.

Ég er búin að breytast og þroskast mikið á þessum tíma. Líklega vegna þess að hér hef ég tíma til að hugsa. Hugsa um mig sjálfa og lífið. Djúpt ég veit, en svona er þetta. Mér var sagt áður en ég kom hingað að ég myndi þroskast á skiptinemaárinu en hef ekkert fundið neitt sérstaklega fyrir því fyrr en núna á seinustu mánuðum. Ég er einhvernvegin miklu fullorðnari en áður en ég kom. Miklu opnari en þó rólegri. Êg veit meira hvað ég vil. Mér var líka sagt áður en ég kom hingað að skiptinemadvölin væri eins og rússíbani. Það er líka satt. Stundum er maður uppi í gleðinni og stundum niðri, mis lengi en rífur sig þó upp á nýju á endanum.

Núna þekki ég Ecuador betur, spænskan mín er betri og ég þekki á fólkið. Mér líður vel og fjölskyldan mín er mér góð. Að koma heim til Íslands verður stórskrítið og ég á pottþétt eftir að fá menningarsjokk. Enginn sem kallar eða blístrar eftir mér úti á götu, klósettpappírinn fer ekki í ruslið, ofninn notaður til að elda mat, endalaust rok og aldrei hættulegt. Ég verð ekki eina ljóshærða manneskjan í strætó sem allir stara á haha.

Um daginn var ég rænd í strætó. Ekkert svakalega, bara farið ofan í töskuna mína án þess að ég tæki eftir því og stolið veskinu mínu. Ég get ekki sagt að núna sé ég hrædd en það var samt leiðinlegt því skírteinið sem sýnir að ég sé ekki ólögleg í landinu var í því og það var sjúkt mikið vesen að fá nýtt. Êg fékk meira að segja ekki nýtt því útlendingaeftirlitið á ekki skýrteini, hefur ekki átt síðan í desember og mun ekki fá nýtt fyrr en í maí. Týpískt ecuadorískt. Allir svo kærulausir.

Jólin voru fyrir þremur mánuðum. Mér finnst eins og þau hafi verið í gær. Jólin mín voru bara aðfangadagskvöld sem var mjög skrítið og alls ekki eins og heima. Um daginn fór ég á einhverja skrítna biblíuleiksýningu í kirkju með vinum mínum og svo um kvöldið borðuðum við fjölskyldan kalkún, hrísgrjón, kartöflur og salat. Tókum upp pakka, borðuðum súkkulaðiköku í eftirmat og reyktum vatnspípu áður en allir fóru að sofa. Fólkið var ekki einu sinni í sparifötum. Jólatréð á heimilinu var auðvitað úr plasti, var sett upp einum og hálfum mánuði fyrir jól og tekið niður mánuði eftir jól. Ekki nóg með að seríurnar blikkuðu stanslaust heldur söng það líka, falst. Áramótin voru líka fín. Ekki mikið um flugelda en litlir bálkestir úti um allt þar sem voru brendar pappírsdúkkur.

Í sjö tíma rútuferðinni á leiðinni í miðcampið
Janúar var rólegur en leið hjá eins og einn dagur og ég fór á miðcamp í pínupínulitlum bæ frekar langt í burtu. Febrúar sömuleiðis en í lok hans fór ég í svokallaða skiptiviku til bæjar sem heitir Latacunga og er í um það bil eins og hálfs tíma fjarlægð frá Quito. Eftir dvölina þar er ég afskaplega ánægð með að búa í Quito þar sem hægt er að finna allt og allt er opið og með að búa hjá fjölskyldunni minni hérna. Ég fékk ekki einu sinni fjölskyldu í Latacunga heldur bjuggum við hjá sjálfboðaliðanum á svæðinu sem bjó ein og var ekki mjög fagmanleg greyið, meira bara leiðinleg. Við fórum samt til Quilotoa sem er svona gýgur sem er afskaplega fallegur og svo fórum við líka til Atacames sem er á ströndinni og þar var mega stuð.

Allur hópurinn sem var í Atacames
Núna er mars og meira að segja næstum apríl. Mig langar að gera eitthvað í páskafríinu. Fara einhvert en við sjáum hvernig það fer. Það væri allavega mega gaman. Êg fæ páskaegg send frá Íslandi. ommnommnomm. Ecuadorískt súkkulaði er verra á bragðið en ég hefði haldið og ég borða það aldrei.

Það er ekkert mega spennandi á döfinni. Ég þarf að skrifa ritgerð fyrir sögufjarnámsáfangann sem ég er í og jú svo er ég reyndar að fara til Galapagos 13. apríl. Það verður stuð. Êg þarf að halda áfram að mæta í leiðinlega skólann minn, ömurlegt haha en það hjálpar mér að læra meiri spænsku (y).

Þetta er ágætt í bili. Það er þrumuveður og hellirigning. Það er oft rigning hérna á kvöldin. Ég trúi ekki að ég hafi skrifað þetta blogg.

Semsagt, allt er gott að frétta. Ég er búin að læra svo óskaplega margt og ég er staðráðin í að fara að ferðast strax eftir að ég klára MH.

Snilld, snilld, snilld og eitt lítið ljóð ekki tengt neinu í lokin

-Sigrún


Lítill bær
Afskektur, einmana, óttasleginn
Grúfir sig saman við sjávarsíðuna
Geyflar sig framan í gráma eftirmiðdagsins
og grætur vonarhlátur morgunsins

Friday, December 2, 2011

Aðventublogg

Það hefur sannast fyrir mér að eitt það leiðinlegasta sem ég geri er að skrifa þessi blogg. Þetta er auðvitað bara eintóm leti, það er alltaf hægt að finna sér eitthvað skemmtilegra að gera og þá sérstaklega þegar maður er skiptinemi í framandi landi.

Ecuador er voða skemmtilegt land og alltaf heyri ég eitthvað nýtt sem kemur mér á óvart. Um daginn átti ég samræður við fósturföður minn um samkynhneigð. Það er ótrúlegt hvað fólk er tröngsýnt hér í sambandi við þetta. Biblían segir eitthvað og þá er það bara algilt og ekki hægt að taka mark á öðru. Hann sagði mér að ef barnið hans kæmi útúr skápnum myndi hann snúa því, gera það gagnkynhneigt. Þetta er ótrúlegt. Ég sagði honum stollt að forsætisráðherra Íslands væri kona og samkynhneigð í þokkabót. Hann gat þá lítið sagt. Hann sagði mér einnig að samkynhneigð væri lærð hegðun en ekki í genunum og til stuðnings þessu sem dæmi að allar dökkar ecuadorískar konur væru hórur...

Ég trúi ekki að það sé kominn annar desember. Eftir rúmar tvær vikur verð ég búin að lifa í Ecuador í fjóra mánuði, það er slatti. Nú fara jólin að nálgast, sá tími sem ég hef kviðið allmest fyrir heimþrárlega séð. Jólatré eru komin í hvert hús, blikkandi og syngjandi ,,Santaclaus is coming to town" í tagt. Flest voru þó komin upp í kringum tuttugasta nóvember og allt annað jólaskraut með. Öll eru þau úr plasti þar sem er bannað að höggva niður venjuleg tré til jólatrésnotkunar. Jólalög eru af mjög skornum skammti hér. Bandarísk jólalög hljóma þá helst, en enginn skilur hvað sagt er. Ég sendi jólapakkana heim um daginn, ó hvað það var mikill léttir.

Nú er svokölluð hátíð Quito en þann 6. des 1534 var borgin gerð að höfuðborg Ecuador ef mér skilst rétt. Þetta er samt snilld því ég fékk frí í gær, í dag, á mánu- og þriðjudag á meðan allir heima eru á kafi í snjó og prófum, ágætt. Fínt að fá frí frá því að vakna klukkan hálf sex á morgnana, fá bara að sofa í staðinn, niz.

Í byrjun nóvember fékk ég líka frí í skólanum, þá var einhverskonar dagur hinna dauðu, við fengum einhvern ógeðslegan drykk og brauð sem var mótað eins og piparkökukarl.

Það er svolítið erfitt að ætla að fara að lýsa hverju ég hef afrekað seinasta mánuðinn en kannski má nefna að ég hef farið á tvo fótboltaleiki með Liga, einu af liðum Quito. Það er ótrúlegt að fara á þessa leiki. Fólk er brjálað, öskrandi allan tímann. Svo eru blys, flugeldar, pappírsmiðum og borðum er hent yfir áhorfendur og völlinn og trommur glymja í tagt við liðssöngva. Þetta hefur allavega aukið fótboltaáhuga minn stórlega. Svo er Liga í tuttugasta sæti yfir bestu lið í heimi ef mér skilst rétt. Ég er líka búin að fara swagalega oft í bíó. Held ég sé búin að sjá meirihlutann af myndunum sem eru í bíó ahora.

Jólin verða undarleg. Ég er komin í smá jólafíling svona en það er ekki eins og ég hlakki til jólanna. Ég hef ekkert til að hlakka til þannig. Aðfangadagur verður stórfurðulegur og ekki nærri eins hátíðlegur og heima. Fjölskyldan dansandi salsa fram á rauða nótt, ekki verða það allavega hvít jól þetta árið hjá mér. Sumarveður í ár, unaðslegt en samt ekki.

Ég týndi símanum mínum um seinustu helgi, mátti svosem alveg búast við að þetta myndi einhverntíman gerast hérna...heh

Ég ætla að láta örfáar myndir klára þetta blogg þar sem ég nenni ekki að skrifa meir. Chau, aðventukveðjur heim.

Fótboltaleikur
namm, namm
Lindo Quito de mi vida
Eitt svona latin drama lag í lokin

Adios Amigos!

Thursday, October 13, 2011

Elsku, elsku fallega Quito
Hér kemur blogg
Loksins
Allt gengur ótrúlega vel og aetli thad se ekki adalega astaedan fyrir ad eg hef ekki skrifad seinustu daga, alltaf nóg ad gera. Dagana thar a undan hafdi eg ekki fra miklu ad segja og er thad astaedan fyrir tvi ad eg hef ekki skrifad tha. Ad hafa mikid ad gera herna er kannski ekki endilega ad gera eitthvad svakalegt a hverjum degi heldur miklu frekar ad hafa ekki tima til ad hanga i tolvunni, frekar tala vid fjolskyldu og vini og reyna ad gripa oll taekifaeri til ad gera eitthvad og fara ut. Annars er eitthvad nytt ad sja, skoda og gera a hverjum degi, dagarnir lyda hratt, heimtrain alveg farin og allt er farid ad ganga sinn vanagang.

Oll fjolskyldan fyrir utan Matias og Fernando eldri fyrsta daginn sem ég hitti thau oll :)
Adal astaedan fyrir ad eg skrifadi svona litid her er ad eg bjo hja fjolskyldu sem gerdi afskaplega litid med mer, en núna er eg búin ad skipta. Ég veit ad thad er omurlegt eftir svona stuttan tima en nuna gaeti eg ekki verid anaegdari med ad hafa skipt. Allt er frábaert! Ég fae kannski ekki heita, kraftmikla sturtu a morgnana eda drykkjarhaeft vatn en halló ég fae alvoru mat og er ekki alltaf svong. Nú thykir fjolskyldunni vaent um mig sem eg saknadi ansi mikid hja hinni. Thad er samt einn leidinlegur galli a thessum fjolskylduskiptum tvi eg fann fjolskylduna eiginlega sjalf. Thess vegna eru tengsl milli fjolskyldanna. Nyja systir min er gift gamla bródur minum og nu er gamla mamma min reid vid systur mina. Nog um thad. Mér lídur semsagt afskaplega vel hjá nýju fjolskyldunni og sé ekki fram a ad eg thurfi ad skipta aftur.

Fjolskyldan samanstendur af
-Mommunni, Margaritu. Hún ert frábaert og er mer afskaplega god. Hún elskar ad elda, raekta matjurtir og thvo thvott. Einnig hefur hún gaman af tvi ad bua til alskyns prumpuhljód med munninum a ser.
-Pabbanum, Fernando. Hann er líka aedi og er mjog godur vid mig. Hann vinnur sem ljosmyndari, hefur mikinn áhuga á tónlist og spilar á gítar.

-Alejondru sem er elst. Hún er thrítug og býr í gamla húsinu mínu. ásamt manninum sínum, Roberto. Hún er yndisleg og frábaer og an hennar vaeri eg ekki thar em eg er nu! Hún vinnur sem kennari í grunnskóla.

-Fernando er elsti bródirinn og er 28 ára. Hann byr í íbúdinni a nedri haedinni ásamt konunni sinni, Rosu og tveimur bornum, Matiasi, 14 ára og Valentinu, 5 ára. Thau eru oll frabaer og Vale er svakalega dugleg ad tala vid mig og knusa mig. Myndin er af henni.
-Luis er 25 ára og minnir mig á Arnór bródur. Allt sem hann segir er fyndid og hann er mjog nice. Hann vinnur myndirnar fyrir pabba sinn og svo spilar hann a gitar. Mér thykir rosa vaent um ad hann let mig fa herbergid sitt, tók allt (sem var mikid) í gegn og maladi.


-Karen er tvítug og hefur verid mikid hja kaerastanum sinum, Dario, seinustu daga svo eg hef ekki nad ad kynnast henni eins og hinum.Hún er samt svaka fín líka.
-Juan Daniel er yngstur og er 16 ára. Hann er svolítid hlédraegur og rólegur en líka voda almennilegur. Hann er mjog faer a gitar og spilar svo lika sma a hljombord.


Ég er enthá ad atta mig a hvernig allir eru skyldir herna
. Thad sem eg hef komist ad hingad til.


*Margarita og Rosa eru systur
*Alejandra og Fernando yngri eru alsystkyni og eru bara born Fernandos eldri
*Luis og Karen eru alsystkyni og eru born systur Margaritu og Rosu sem er dáin, pabbi theirra er lika dainn fyrir longu
*Juan Daniel er eini sem er sonur baedi Fernandos og Margaritu

Svo var ég einnig ad komast ad tvi ad thegar Rosa og Fernando yngri attu Matias tha var Rosa tuttuguog tveggja en Fernando bara 16. Thetta finnst mér frekar fyndid. Ég er alltaf ad komast ad einhverju nýju.

Thetta er nóg um fammiliuna
Eldhúsid mitt og mamma mín :)


Hvernig vaeri thad ef allir nemendur MH myndu safnast saman upp a Midgardi á hverjum mánudagsmorgni, tjodsongurinn sunginn, Sibba konn héldi raedu og allir marserudu i tagt i tímana sína.

Nei thannig er thad ekki á Íslandi, en svoleidis er thad hér. Allir nemendur skolans í rodum marserandi og syngjandi medan fáni landsins er dreginn ad huni

Skólinn er afskaplega ólíkur og heima og minnir mig svolítid a grunnskola. Strákarnir geladir og stelpurnar med nýjasta, bleika, stóra hárskrautid i slongulokkada hárinu sínu.
Kann Gunnarshólma nuna (y)

Ég held samt ad ekki se haegt ad finna sjo mommur i einum tiundabekknum á Íslandi og enn fleiri sem hafa misst fóstur. En jú svoleidis er thad hér, sjo stelpur i 50 manna bekknum minum.

Tímarnir eru oft ferlega lengi ad lída. En ég meina thad er i lagi tvi eg les bara, hugsa, sef eda laeri ljod (y). Krakkarnir virdast samt ekki gera rassgat i timum en heimanamid er klikkad. Er frekar mikid anaegd ad fa ad sleppa vid thad.
Skólastofan, búningurinn, strákur og stelpa.


Skólabúningarnir. Já, their eru hormulega ljotir. Mánudags-, hversdags- og ítróttabúningur. Trju por af skom. Gallapilsid gerir utslagid eda aetli thad seu trongu itrottastuttbuxurnar.

Thad er enginn i ollum skolanum eins ljoshaerdur og eg og mjog fair ekki med brun augu. Mér finnst eg virkilega vera eins og eitthvad one of a kind.

Hér reyna allir vid alla í skólanum. Kennararnir sérstaklega vid stelpurnar samt og thaer fýla thad i botn, eda svo sýnist mér.

Ég skil ekki mikid i timum tvi skolinn minn er svona vidskiptaskoli og timarnir eitthvad sem eg hef aldrei heyrt um fyrr. Ég er samt sjúklega mikid ad brillera i ritvélartímum. Jú og enskukennarinn elskar mig. Hún laetur mig gjarnan lesa upp hlustunaraefingarnar. Frekar erfitt ad skilja ekki hvad er i gangi i enskutimum nema tha aftvi kennarinn talar litla ensku... ég meina aftvi thad er svo erfitt ad laera ad beygja sognina „to be“!

Já, ég gaeti ekki verid anaegdari med skolakerfid a Íslandi. Thar fyrir utan byrjar skolinn klukkan sjo um morguninn(y).

Krakkarnir í bekknum eru samt voda naes og eg held eg se buin ad eignast vinkonur. Thau kusu mig svo til ad leida einhverja skrudgongu. Ég mun vera i einhverjum svaka kjol og svo er valin saetasta bekkjarleidaradrottningin. Hehe.
Ég, Gaby, Thea og Gaby.


Annars er allt búid ad vera rosalega fínt sídan ég kom til nýju fjolskyldunnar. Ég hef mikid ad gera thannig séd eda allavega nóg ad gera!

Thad er entha glapt jafnmikid a mig, flautad eda jafnvel togad i hárid a mér.

Ég bý samt í sudurhluta borgarinnar thar sem er meiri fátaekt, enginn hvítur og meirihluti fólksins brúnni en í nordrinu, lágvaxnari og ekkert rosalega fallegur. Enginn í skólanum utan skiptinemanna talar ensku ad rádi (sem hjalpar spaenskunni minni mikid) og fjolskyldan min ekki heldur. Thad er samt alveg gaman ad ad geta baktalad alla, baedi a ensku og íslensku haha.

Fékk mér gat í tunguna hjá thesum saeta manni bakvid mig. Eg er svo klikkud hehe.
Aetli thetta sé ekki nóg í bili, ég aetla ad reyna ad vera duglegri hér hehe.

-Sigrún Gyda

PS Ó hvad ég sakna fuglasongs og kaldra íslenskra vetrarmorgna.
PPS Thad er sykur í nánast ollum mat hér. Ef thad er ekki sykur tha er salt og lime.

Saturday, August 27, 2011

Útaf ég er búin að vera hér hjá fjölskyldunni í viku á morgun ætla ég að gera blogg hehe

Ok hæ
Hér koma smá facts
Landið
-Það eru hundar alls staðar, dauðir eða lifandi
-Í Ecuador hafa gangandi vegfarendur engin réttindi
-Allur klósettpappír fer í ruslið ekki klóið
-Það notar engin bílbelti, flestir snúa ekki rétt eða hanga út úr bílunum
-Í sundi eru ALLIR með sundhettu
-Hér eru svín, naut, hestar og llamadýr laus á vappinu í sveitinni, það er snilld!
-Börnum innan við eins árs er gefið nammi
-Öll börn eru sæt
-Allt sjónvarpsefni er talsætt
-Latibær er reglulega í sjónvarpinu
-Það er fótboltalið í Quito sem heitir Barcelona og er með sama fána og Barcelona á Spáni en tengist því annars ekki neitt
-Stór bjór kostar sirka 115 krónur og ég má kaupa hann
-Strætókerfið hér er fucked, fólk hangandi út, það kostar 20 krónur á veturnar og þeir koma ekki á ákveðnum tímum
-Það er jafn mikið bípað hérna á einum dgei eins og á einu ári á Íslandi og það eiga allir réttinn
-DVD myndir kosta 200 kall og 500 kall í bíó
-Það er aldrei spiluð önnur tónlist en á spænsku
-Basic veður hérna er; kaldur morgunn, sjúklega heitur morgunn/hádegi, rigning um eftirmiðdaginn og skítkalt á kvöldin og nóttunni
-Quito er fallegasta borg sem ég hef komið til

Fjölskyldan
-Það getur enginn sagt nafnið mitt rétt svo hér er ég annaðhvort Syndroom eða Gýda
-Fjölskyldan er huge og ég er enn að reyna að átta mig á hvernig allir eru skyldir
-Þau eru klikkað trúuð og fara alltaf með borðbæn
-Áðan fékk ég í fyrsta skipti alvöru kvöldmat síðan ég kom því einn bróðirinn, Cristian var fullur og ákvað að koma á óvart með pizzu
-Ég á fjóra bræður (Javier, Roberto, Cristian og Jonathan) og eina systur (Veronica Pamela)
-Fjölskyldan er frekar fátæk og ég borða brauð eins og er í skinkuhornunum í mh á hverjum morgni og hverju kvöldi, þó án skinku og osts og alls annars áleggs
-Ég hef ekki enn fengið kjöt á heimilinu fyrir utan smá kjúkling
-Það er ekkert heitt vatn og engir gluggar á heimilinu
-Ég vakna alltaf í kringum sjö leitið
-Pabbinn, Luis hefur svakalegan áhuga á peningum
-Mamman, Rosa Maria er mjög nice við mig ásamt öllum öðrum hér reyndar
-Ég er með sér herbergi
-Systkyni mín fara reglulega í klappleiki og jonathan og vinir hans kalla hvorn annan eitthvað sem er voða fyndið hér eins og Justin Bieber

Annað
-Ég fýla í botn að sitja upp á þaki í hitanum og lesa bók ásamt vinum mínum púðluhundunum
-Það er mjög mikið glápt á mig
-Það sem ég er mest spurð að hérna er líklega, hvernig ég hef það, hvort ég sé þreytt, hvort ég sé kaþólsk, hvort ég eigi kærasta og hvort ég sé írsk eða íslensk
-Skólinn byrjar ekki fyrr en 5. sept
-Ég verð móð af því að labba upp pínulitla brekku
-99% stráka hér klára úr geldollunni sinni á morgnana
-Það eru allir í ljótum fötum, eða svona næstum
-Fólk er mjög hissa á að börn séu ekki lamin á Íslandi
-Það er McDonalds hérna, veii  (Og KFC útum allt Hildur)
-Það er mjööög sjaldgæft að rekast á einhvern sem talar ensku


Anyways...

...ferðalagið til Ecuador mjög vel bara. Við flugum Keflavík-New York-Miami-Quito. Í NY gistum við eina nótt í mjög svo vafasömu hverfi. Það var  undantekning ef fólk var ekki blámenn en þetta var snilld. Við fórum á BurgerKing og lentum alltof oft næstum fyrir bíl. Við fengum sjúklega vondan mat með american cheese. Í NY var starfsfólkið á flugvellinum fáránlega dónalegt og maturinn mjööög dýr. Í Miami fundum við Starbuckes, það var gaman. Þar gat enginn sagt nafnið mitt frekar en hér í Quito því starfsfólkið héllt ég héti Cinnamon, fráb. Við héldum ferðinni áfram og komum á endanum heilu og höldnu út úr gæslunni í Quito. Þar tóku á móti okkur, tveir sjálfboðaliðar með faðmlagi. Við vorum þreytt og spennt og svöng. Keyrðum í sirka klukkutíma og komumst á endanum í rival campið, fengum engan mat en samt skála, við stelpurnar vorum saman en Arnar einn.

Campið leið frekar hratt bara, við kynntumst krökkum frá öðrum löndum, gerðum klikkaða landakynningu, fengum fyrirlestra og upplýsingar, borðuðum alvöru mat og bjuggum í skítugu kofunum okkar. Annars var þetta bara mjög fínt og allir glaðir held ég. Á sunnudeginum kvöddum við, ég, Jana og Arnar Stefaníu og Margréti og héldum í rútu til Quito á AFS skrifstofuna þar sem fjölskyldurnar biðu. Það var mjög erfitt að kveðja krakkana og þarna fyrst held ég að ég hafi gert mér grein fyrir hvað ég var í rauninni að fara út í.

Fjölskyldan mín er sem áður segir frekar illa stæð en þau eru mjög góð við mig þó mér leiðist mikið oft . Bráðum byrjar samt skólinn og þá breytist þetta! Á mánudaginn hitti ég loksins trúnaðarmanninn minn og þá pöntum við líka skólabúninginn.

Það er ekki mikið meira frá að segja. Ég hef hingað til farið í eitt huge moll, í sund og upp í sveit til að hitta mömmu Rosu (Gamalt fólk hér er jafn sætt og börnin) og fleiri úr fjölskyldunni hennar. Annars hef ég ekki mikið gert enþá

Þetta er orðið alveg nógu langt, ég skal reyna að vera duglegri að setja inn blogg og afsakið myndaleysi en ég hef ekki enn fundið forrit í tölvunni minni til að setja myndirnar inn. Þegar það gerist set þær inn bæði hér og á facebook! c:

Buenos noches

-Syndroom

Thursday, July 21, 2011

Fyrsta færsla

¡Hola mis queridos amigos!

Ég heiti Sigrún Gyða og er á leiðinni til Ecuador í 10 mánaða skiptinemadvöl.

Ég hef ekki enn fengið fjölskyldu en fékk samt flugplanið fyrir alveg meira en mánuði þannig þetta er orðið mjög spennandi enda bara 28 dagar í brottför :)) Ég mun leggja af stað frá Keflavík með hinum fjórum skiptinemunum klukkan fimm þann 18. ágúst. Þaðan fljúgum við til New York og gistum við þar eina nótt. Morgunin eftir er flogið til Miami og eftir fjögra tíma bið á flugvellinum fljúgum við loks til Quito sem er höfuðborg Ecuador.

Mig langar til að halda uppi líflegu bloggi sem er ekki langdregið og eintómar upptalningar en ég veit að ég mun ekki vera mjög dugleg að blogga. Ég lofa samt að reyna að standa mig :) Ég er soldið hrædd um að fá algjört menningarsjokk en það mun öruglega standa stutt yfir og allt mun venjast fljótt. Ég veit að þessir þrír spænskuáfangar sem ég er búin að taka hafa borgað sig og þeir munu gera mér miklu auðveldara með að ná taki á tungumálinu svona fyrst sem er frábær
tilhugsun.

Ég valdi Ecuador ekki af neinni fastri ákveðinni ástæðu en mér finnst það bara voða kúl og ótrúlega framandi.

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en þegar ég fæ fjölskyldu skrifa ég kannski eitthvað smá hérna um landið ásamt upplýsingum um fjölskylduna sem ég mun dvelja hjá og staðsetningu mína í landinu. Btw þá er landið fullt af fjöllum og liggur við strönd svo ég gæti lennt í raun hvar sem er í landinu sem hefur mjög fjölbreytilegt loftslag eftir staðsetningu. Mér finnst samt allt jafn spennandi hvar sem ég mun lenda :)

En nú fer ég að sofa, buenas noches

Sigrún Gyða